Fara í efni

Um viðbragðsáætlun skólans vegna Covid 19

Líkt og áður hefur komið fram var hert á viðbragðsáætlun hjá í Grunnskólanum í Hveragerði með tilkomu þriðju bylgju Covid 19. Þeir halda áfram að gæta að sóttvörnum til að verja nemendur og starfsmenn fyrir smiti í skólanum. Einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið. Því munu engir teymisfundir fara fram inni í skólahúsnæðinu 19.-23. október 2020. Foreldrar og aðstandendur skuli almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn krefji, ef utanaðkomandi koma inn í skólann skulu þeir vera með grímu.

Haft verður samband við þá foreldra/forráðamenn sem eiga bókaðan fund í skólanum í vikunni og þeim boðinn rafrænn fundur, eða frestun á fundartíma.

Grunnskólinn í Hveragerði


Síðast breytt: 19. október 2020
Getum við bætt efni síðunnar?