Tilkynning frá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar
14.05
Frétt
Niðurstaða úr sýnatöku frá 30. apríl hefur borist frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Öll sýni, úr borholum og úr söfnunarvatnstanki, standast gæðakröfur reglugerðar 536/2001.
Í þessari sýnatöku var einnig athugað fyrir súlfit bakteríum, en ábendingar höfðu komið frá MAST um að athuga það sérstaklega. Niðurstaðan leiðir í ljós að þær bakteríur mælast ekki.
Íbúar eru áfram hvattir til að koma ábendingum á framfæri við bæinn ef þeir finna fyrir bragð og lyktaróþægindum af neysluvatninu.
Síðast breytt: 14. maí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?