Fara í efni

Tilkynning frá bæjarstjóra

Eins og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra, nú rétt í þessu, verður sett á fjögurra vikna samkomubann á landinu frá miðnætti 15. mars næstkomandi. Jafnframt var kynnt takmörkun á skólastarfi sem tekur til leik- og grunnskóla Hveragerðisbæjar.

Beðið er nánari upplýsinga og mun bæjarstjóri miðla þeim til bæjarbúa um leið og þær liggja fyrir. Rétt eins og öllum ákvörðunum um skólastarf.

Bæjarbúar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Hveragerðisbæjar næstu daga.


Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri


Síðast breytt: 25. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?