Fara í efni

Þjófnaður og skemmdarverk í lystigarðinum!

Nú þegar nær dregur jólum hefur starfsfólk bæjarins sett upp jólaljós og skreytingar í lystigarðinn við Fossflöt. Garðurinn hefur í gegnum tíðina verið skreyttur og sjaldan komið upp vandamál. Nú ber öðruvísi við. Ítrekað hafa verið unnin skemmdarverk á ljósum og rafbúnaði garðsins og einnig stolið talverðu af ljósum. Það er ljóst að ef þetta heldur áfram mun ekki verða hægt að halda úti þessum skemmtilegu og fallegu skreytingum sem lífga svo upp á skammdegið.

Nú er unnið að því að koma upp jólatré bæjarins í garðinum og vont að hugsa þá hugsun til enda ef ráðist verður á það með sama hætti. Við viljum biðja bæjarbúa að vera á varðbergi gagnvart óprúttnum aðilum og hafa strax samband við lögreglu ef þeir verða varir við eitthvað óeðlilegt eða hafa vitneskju um málið.

Starfsfólk Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 16. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?