Fara í efni

Takmörkun umferðar vegna Hengils Ultra um helgina.

Hið árlega utanvegahlaup Hengill Ultra fer fram dagana 9 og 10 júní og er þetta í 12 skipti sem þessi viðburður er haldinn. Bæjarbúar munu væntanlega verða töluvert varir við þennan viðburð en vonandi á jákvæðan hátt en búist er við hundruðum þátttakenda, áhorfenda og starfsmanna. Það má þó búast við töfum á umferð þar sem Breiðumörk verður lokað frá Þórsmörk að Skólamörk frá klukkan 17:00 föstudaginn 9. Júní til klukkan 20:00 laugardaginn 10. Júní. Hjáleið verður um Þelamörk og Laufskóga. Einnig má búast við einhverjum töfum á Breiðumörk að Laufskógum þegar stórir hópar verða ræstir en það ætti ekki að vera nema í mjög stuttan tíma og mun starfsfólk hlaupsins vera áberandi á því svæði.


Síðast breytt: 7. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?