Fara í efni

Sumarstemning á Óskalandi

Lífið í Óskalandi er mjög líflegt og skemmtilegt alla daga og sérstaklega á vorin. Hátiðablær ríkir yfir útskriftarbörnum og í ár útskrifuðust 22 börn og bíður þeirra björt og falleg framtíð.

Lögregla, sjúkra – og slökkvilið komu í árlega heimsókn á dögunum og fræddi börnin um mikilvægi þeirra starfa og börnin fá að skoða bílana og sprauta úr brunaslöngu. Við færum þessum aðilum bestu þakkir fyrir heimsóknina.

Börnin og kennararar þeirra eru á ferð og flugi nánast alla daga um Hveragerði og nágrenni enda nægir spennandi staðir sem gaman er að heimsækja.


Síðast breytt: 10. júní 2020
Getum við bætt efni síðunnar?