Sumarstarf Hveragerðisbæjar fyrir 16-20 ára ungmenni með skerta starfsgetu - Sumarið 2025
Hveragerðisbær auglýsir eftir umsóknum um sumarstörf fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og þarf starfsþjálfun og stuðning í starfi. Um er að ræða störf sem henta einstaklingum á aldrinum 16-20 ára með fjölbreyttan bakgrunn og ólíkar starfsgetur. Lögð verður áhersla á að veita viðeigandi leiðsögn og aðlaga verkefni að þörfum og getu hvers og eins.
Í boði eru meðal annars aðstoðarstarf í eldhúsi Bungubrekku og við garðyrkjustörf hjá bænum. Endanlegt framboð starfa ræðst af fjölda umsókna og reynt verður að koma til móts við óskir umsækjenda um tegund starfa, eftir því sem kostur er.
Vinnutími verður á dagvinnutíma og getur verið breytilegur eftir samkomulagi, t.d. í hlutastarfi. Athugið að Bungubrekka verður lokuð frá 12. júlí til og með 6. ágúst.
Skilyrði er að umsækjendur hafi lögheimili í Hveragerði.
Opið verður fyrir umsóknir 1.-20. Maí. Sótt er um í gegnum Íbúagátt Hveragerðisbæjar undir umsóknum í málaflokk fatlaðs fólks.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum FOSS.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við móttöku bæjarskrifstofunnar, s. 483 4000 eða með því að senda tölvupóst á mottaka@hveragerdi.is.