Fara í efni

Stofnanir opna flestar um hádegi - Grunnskólinn lokaður í dag.

Veðrið er gengið niður var reyndar aldrei jafn vont og spáð var sem betur fór. Búið er að moka flestar götur og bærinn greiðfær akandi vegfarendum. Leikskólarnir munu opna kl. 12:30 en hádegismatur er ekki í boði vegna aðstæðna. Frístundamiðstöðin Bungubrekka mun opna á venjubundnum tíma. Allar stofnanir munu opna uppúr hádegi, svona þær sem eru ekki þegar búnar að opna. Starfsemi Grunnskólans mun liggja niðri í dag.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri 


Síðast breytt: 7. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?