Fara í efni

Starfsemi í íþróttamannvirkjum bæjarins og íþróttastarf Hamars

Samkvæmt fyrirmælum yfirvalda til íþróttahreyfingarinnar í landinu verða ekki æfingar fyrir leik- og grunnskólabörn í Hveragerði til þriðjudagsins 24.mars nk. Staðan verður metin mánudaginn 23.mars.

Deildir Hamars eru að skoða stundaskrá vegna fullorðinsflokka og munu kynna það fyrir sínum iðkendum. Hver deild mun í samstarfi við starfsmenn gera ráðstafanir til að þrífa, sótthreinsa búnað og æfingasvæði daglega. Einnig eiga allir að sótthreinsa hendur áður en æfing hefst. Miðað er við að ekki séu nema u.þ.b. 20 iðkendur í salnum í einu og á gervigrasi um 25 – 30. Skipulag æfinga miðast við að séu um 2 metrar á milli iðkenda og aðal áherslan er á einstaklingsæfingar.

Sundlaugin Laugaskarði verður opin og eru gestir beðnir að virða nándartilmæli (2 m.) við næsta mann í laug, pottum og gufubaði.

Laugasport verður opið en miðað er við að það séu ekki fleiri en 8 að æfa í stöðinni í einu og gæta þarf að 2 metra fjárlægð frá næsta iðkenda. Gestir eru beðnir að sótthreinsa vel áhöld og hendur á milli æfinga.

Hamarshöll er lokuð í dag mánudaginn 16. mars en verður opin næstu daga fyrir fullorðna (18 ára og eldri) sem vilja ganga eða skokka  í samkomulagi við starfsmenn, s. 483 1240.

Munið að vera góð við hvort annað, stunda hreyfingu og virða tilmæli yfirvalda.

 


Síðast breytt: 25. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?