Fara í efni

Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands:

Þann 8. apríl sl. voru endurtekin sýni til örverugreininga á neysluvatninu í Hveragerði. Tekin voru sýni úr forðatanki og vatnsbólum. Niðurstöður bárust í gær og voru öll sýnin undir viðmiðunarmörkum. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að útskolun á dreifikerfinu getur tekið tíma.

Niðurstöður úr sýnatökum HSL sýna að vatnið í Hveragerði er komið undir gæðaviðmið neysluvatnsreglugerðar sem eru afar jákvæðar fréttir. Áfram verður eftirlit með vatnsveitunni, tekin verða reglulega sýni og fylgst með öllum mögulegum breytingum.

Niðurstöður rannsókna Matís, sýnataka úr tankinum undir Hamrinum (sýni dags. 08.04.2025).
Niðurstöður rannsókna Matís, sýnataka úr holu nr. 1 í vatnsbóli (sýni dags. 08.04.2025).
Niðurstöður rannsókna Matís, sýnataka úr holu nr. 2 í vatnsbóli (sýni dags. 08.04.2025).
Niðurstöður rannsókna Matís, sýnataka úr holu nr. 3 í vatnsbóli (sýni dags. 08.04.2025).
Niðurstöður efnagreininga frá Svíþjóð á neysluvatnssýni (sýni dags. 26.04.2025), á íslensku.
Niðurstöður efnagreininga frá Svíþjóð á neysluvatnssýni (sýni dags. 26.04.2025), á ensku.
Rannsókn á loft-/vatnssýni, á vegum Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands (sýni dags. 27.04.2025).


Síðast breytt: 16. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?