Fara í efni

Snjómokstur

Áhaldhús og verktakar bæjarins hafa unnið að snjómokstri síðan í nótt.  Unnið er eftir ákveðnni forgangsröðun, miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum. Síðan eru gönguleiðir meðfram helstu stofn- og tengibrautum og göngustígar á opnum svæðum hreinsaðir.

Við þökkum íbúum fyrir þolinmæðina, hún er mjög mikilvæg og alltaf er möguleiki á að einhvejar götur og stígar verði teknir seinna sökum forgangs. 

Starfsmenn áhaldahúss þakka skilninginn.


Síðast breytt: 14. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?