Skrifstofu Hveragerðisbæjar vantar starfsmann
23.10
Frétt
Laus störf
Laust er til umsóknar 75% starf á skrifstofu Hveragerðisbæjar.
Starfið felst m.a. í afgreiðslu, símsvörun, vinnu við heimasíðu og samfélagsmiðla, bréfaskriftum, aðstoð við undirbúning og frágang funda bæjarstjórnar og nefnda bæjarins auk almennrar aðstoðar við stjórnendur bæjarins. Einnig felst starfið í vinnu við skjalasafn.
Menntun og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði í starfi, hæfni til samskipta og góð þjónustulund
- Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
- Góð almenn tölvukunnátta (Word, Excel)
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
Um er að ræða framtíðarstarf í góðum og samheldum hópi á bæjarskrifstofum í Hveragerði.
Umsóknum skal skila með almennri starfsumsókn undir mannauði á íbúagátt Hveragerðisbæjar fyrir 10. nóvember n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 483 4000 milli kl. 10:00-12:00 alla virka daga eða með tölvupósti á hk@hveragerdi.is
Bæjarstjórinn í Hveragerði
Síðast breytt: 23. október 2025
Getum við bætt efni síðunnar?