Fara í efni

Sex tilnefnd til íþróttamanns Hveragerðis 2023

Sex íþróttamenn eru tilnefndir til að hljóta nafnbótina Íþróttamaður Hveragerðis 2023. Kjörinu verður lýst við athöfn í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 28. desember kl. 16. 

Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið tilnefndir til íþróttamanns Hveragerðis 2023:

  • Úlfur Þórhallsson fyrir góðan árangur í badminton
  • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
  • Björn Ásgeir Ásgeirsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Brynjar Óðinn Atlason fyrir góðan árangur í knattspyrnu
  • Anna Guðrún Halldórsdóttir fyrir góðan árangur í lyftingum
  • Eric Máni Guðmundsson fyrir góðan árangur í motocrossi

Einnig verður það íþróttafólk sem skarað hefur fram úr heiðrað sérstaklega fyrir árangur ársins, þau sem hafa unnið Íslands- og/eða bikarmeistaratitla eða verið í landsliðum Íslands á árinu. 

Verið öll hjartanlega velkomin til athafnarinnar. 


Síðast breytt: 26. desember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?