Fara í efni

SASS leitar að verkefnastjóra

Verkefnastjóri

Viltu hafa jákvæð áhrif á framtíðina? Þá er þetta mögulega starf fyrir þig.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir verkefnisstjóra til þess að starfa að fjölbreyttum verkefnum sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði íbúa á Suðurlandi með áherslu á uppbyggingu og byggðaþróun.

Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnisstjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila og hefur brennandi áhuga á að efla og bæta samfélagið á Suðurlandi.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Upplýsingamiðlun til þjónustuþega, hagaðila og samstarfsstofnana
  • Verkefnavinna á sviði byggðamála svo sem aðstoð við áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands, verkefni á vegum Byggðaáætlunar, verkefni innan starfsáætlunar SASS og önnur tilfallandi verkefni er tengjast starfsemi SASS
  • Þátttaka í þróun á starfsemi og þjónustu á vegum SASS

Önnur verkefni:

  • Þátttaka í undirbúningi og skipulagningu funda og viðburða á vegum SASS eða á grundvelli samstarfs SASS við aðra aðila, s.s. með samstarfsstofnunum
  • Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd ársþings SASS. Koma að gerð starfsáætlunar, starfsskýrslu og ársskýrslu SASS sem og öðrum samantektum eða skýrslum sem viðkoma starfseminni
  • Önnur tilfallandi verkefni 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta og færni í samskiptum, bæði í ræðu og riti
  • Þekking á sunnlensku samfélagi og áhugi á að efla tengslanet
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Kjör og starfsaðstæður

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshlutfall er 100% og starfsaðstaða á Suðurlandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur og ferli

Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí 2025. Umsókn skal skilað stafrænt á Alfreð (www.alfred.is) ásamt ferliskrá og kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni sinni til að takast á við starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Jónsdsóttir framkvæmdastjóri SASS: ingunn@sass.is

 

 

 

 

 

 

Auglýsing birt16. júlí 2025
Umsóknarfrestur27. júlí 2025

Síðast breytt: 16. júlí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?