Fara í efni

Salomon Hengill Ultra tókst vel

Salomon Hengill Ultra fór fram í miðbæ Hveragerðis um helgina. Þetta er ellefta árið sem keppnin fer fram en utanvegahlaup hafa vaxið gríðarlega í vinsældum á síðustu árum. Alls voru 1138 keppendur skráðir til leiks og áttu allir frábæra daga í Hveragerði.

Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem kláraði 100 mílur (163 km) hlaup sem hófst kl 14:00 föstudaginn 3. júní og lauk laugardagskvöldið 4. júní kl 21:17.  Hann kom í mark á tímanum 31:17:20. Davíð var þannig fyrsti keppandinn sem var ræstur af stað í Salomon Hengil Ultra og síðasti keppandi í mark.

Hér er hægt að skoða útsendinguna frá hlaupinu aftur í tímann: VIMEO ÚTSENDINGIN

Danska landsliðið í utanvegahlaupum kom, sá og sigraði en þau röðuðu sér í öll efstu sætin í 26 km brautinni. Max Boderskov og Stine Baekgaard Olsen sigruðu vegalengdina.

Helgin var mjög vel heppnuð og iðaði bærinn af mannlífi frá morgni til kvölds. Nú þegar eru keppendur hvattir til að taka frá dagana 2. og 3. júní 2023 en þá fer Salomon Hengill Ultra Trail fram að nýju.

Frá aðstandendum hlaupsins:
Kæru Hveragerðingar
Fyrir hönd okkar sem stöndum að Hengil Ultra hlaupinu langar mig að þakka ykkur enn eitt árið. Gestrisni, vinsemd og umburðarlyndi ykkar í okkar garð fer ekki fram hjá okkur og fyrir það erum við ykkur öllum innilega þakklát. Við vonum að viðburðurinn hafi ekki valdið meiri truflun en eðlilegt getur talist í kringum svona umstang. Það eru örugglega eitthvað sem við getum gert betur og okkur þætti vænt um að fá gagnlegar ábendingar um það. Netfangið mitt er einar@medbyr.is


Síðast breytt: 9. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?