Fara í efni

Rýmri opnunartími á gámasvæði - munum að flokka!

Frá gámasvæðinu
Frá gámasvæðinu

Um hátíðina hefur verið ákveðið að hafa rýmri opnunartíma á gámasvæðinu við Bláskóga.  Opnar það því kl. 13:30 og er opið til kl. 18:00 dagana milli jóla og nýárs og fyrstu vikuna á nýju ári. Með þessu móti ætti íbúum að gefast betri tími til að losa sig við rusl og annað efni sem oft vill safnast saman um jól og áramót.

Frímiðar fyrir afsetningu á gámasvæði munu verða afhentir íbúðaeigendum á bókasafninu strax á nýju ári.

Munum að flokka  en bæklingur um mikilvægi flokkunar og leiðbeingar um flokkun verður borinn í öll hús á næstu dögum. 

Höskuldur Þorbjarnarson
Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 27. desember 2021
Getum við bætt efni síðunnar?