Fara í efni

Söluvagnar- opnað hefur verið fyrir umsóknir um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um langtímaleigusvæði  fyrir söluvagna í Hveragerði. 
Umsóknir skulu berast byggingafulltrúa á eyðublaði sem prenta má út hér.  Með umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í söluvagninum.

Hér má finna umsóknareyðublað til útprentunar. 

Fyrirkomulag úthlutunar langtímasöluleyfa  byggir á „fyrstur kemur- fyrstur fær“ fyrirkomulagi og á það við um eitt leyfi að hámarki. Í því felst að umsóknir verða samþykktar í þeirri röð sem þær berast uppfylli þær önnur skilyrði sem sett eru í samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerði.  Sem finna má hér. 

Úthlutun byggir á fjórum meginþáttum:
* Reglunni fyrstur kemur, fyrstur fær.
* Gæðum umsóknar og þeim upplýsingum sem þar koma fram.
* Kröfu um fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu í bæjarfélaginu.
* Fyrri reynsla af rekstri umsækjanda ef um slíkt er að ræða.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér samþykkt og gjaldskrá sem gildir um götu og torgsölu í Hveragerði.  Þrjú langtímaleigusvæði eru í boði fyrir söluvagna, eitt við Hveraportið, eitt við íþróttahúsið Skólamörk og eitt við Hamarshöllina. 

Það er vilji bæjarstjórnar að götu‐ og torgsala glæði bæjarfélagið lífi, efli bæjarbrag og auki við fjölbreytni í starfsemi og þjónustu bæjarins.  Samþykkt  um götu‐ og torgsölu á við um hvers kyns kynningar-, sölu- og þjónustustarfsemi í Hveragerðisbæ sem fer fram utanhúss og á almannafæri, s.s. á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum. Samþykktinni er ætlað að tryggja að vel sé að þessum málaflokki staðið, sölustarfsemi sé í sátt við nærumhverfi sitt og að upplýsingar séu aðgengilegar og gagnsæjar.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

 


Síðast breytt: 21. janúar 2021
Getum við bætt efni síðunnar?