Fara í efni

Ónæg vatnsgæði í Varmá.

Eftir samráð Veiðifélags Varmár, Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Hveragerðisbæjar verður veiði í Varmá óheimil um ótilgreindan tíma. Samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru vatnsgæði í neðri hluta árinnar undir viðmiðunarmörkum, vegna affalls frá skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar við Vorsabæ. Vinna við endurbætur er að hefjast og verður áhersla lögð á að hraða henni eins og frekast er unnt. Þá verður vatnsgæðamælingum fjölgað til að fá glögga mynd af stöðunni.


Síðast breytt: 24. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?