Fara í efni

Sundlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda til 4. júní

Veitur ohf hófu framkvæmdir við lagningu nýrrar gufulagnar að Sundlauginni Laugaskarði í vikunni. Gufulögnin verður endurnýjuð og stækkuð frá sundlaugarkeri að sundlaugarhúsi. Mikið af heitu vatni safnaðist saman í gömlu lögninni sem olli tregðu á gufu sem hafði veruleg áhrif á hita í pottum, sturtum og sundlaugarhúsi. Einnig á að tengja tvöfalda hitaveitukerfið við sundlaugarhúsið til að tryggja rekstraröryggi. Samhliða þessari aðgerð mun Hveragerðisbær endurnýja og stækka kaldavatnslögnina en farið verður úr 63 mm lögn í 110 mm sem mun bæta rekstraröryggi sundlaugarinnar enn frekar til framtíðar.

Áætlaðar lokanir v/viðhaldsframkvæmda næstu daga:

    • Gufubaðið verður lokað 9. – 12. maí.
    • Starfsemi sundlaugarinnar og Laugasports mun loka miðvikudaginn 11. maí frá kl. 9 vegna tengingar á gufulögn. Áætlað að opna daginn eftir.
    • 25. maí frá kl. 13 verður lokað vegna skyndihjálpar- og björgunarnámskeiðs fyrir starfsfólk og íþróttakennara.
    • Lokað vegna viðhaldsframkvæmda frá 25. maí – 4. júní. Í þeirri lokun verður unnið við að tengja tvöfalda hitaveitukerfið. Einnig verður farið í viðgerð á stéttum á efra svæði, málningarvinnu o.fl.

 

Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar og frístundafulltrúi


Síðast breytt: 8. júní 2022
Getum við bætt efni síðunnar?