Fara í efni

Lóðum úthlutað á fundi bæjarráðs

Á myndinni má sjá deiliskipulag Kambalands.  Á fullbyggðu svæðinu verða 332 íbúðir og íbúar þar með …
Á myndinni má sjá deiliskipulag Kambalands. Á fullbyggðu svæðinu verða 332 íbúðir og íbúar þar með um 1.000. Í fyrsta áfanga eru lóðir fyrir 159 íbúðir og hefur þeim öllum verið úthlutað. Næsti áfangi er nær Hamrinum og þar eru fjölbreyttir búsetukostir í skjóli Hamarsins og skógræktarsvæðisins. Einstakar útsýnislóðir sem án vafa verða eftirsóttar.
103 umsóknir bárust um lóðina Dalahraun 28-36, sem er lóð fyrir 5 íbúða raðhús.   77 umsóknir bárust um lóðirnar Dalahraun 17, 19, 21 sem eru lóðir fyrir þrjú fimm íbúða fjölbýlishús og 10 umsóknir um lóðina Öxnalækjarvegur 2 sem er á athafnasvæði neðan þjóðvegar þegar umsóknarfresti lauk um liðna helgi.  Fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst um hverja lóð sem er í samræmi við reglur bæjarins um úthlutun lóða.
 
Niðurstaða útdráttarins var eftirfarandi: 
Hv23 slf. fékk úthlutað lóðinni Dalahraun 28-36 og til vara Grjótlist ehf og Baldur Guðmundsson.
Eignafell ehf fékk úthlutað lóðunum Dalahraun 17,19 og 21 og til vara Fagverk ehf og Sportgæðingar ehf.
Örk fasteignir ehf fékk úthlutað lóðinni Öxnalækjarveg 2 og til vara Róbert Árni Jörgensen, Arnar Ingi Ingason og Ergosspa ehf.
 
Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að úthlutanirnar verði samþykktar.
 
Með þessari úthlutun hefur öllum lóðum í fyrsta áfanga Kambalands verið úthlutað en unnið er að hönnun nýs svæðis og mun gatnagerð þar væntanlega verða boðin út á árinu.  Úthlutun á því svæði mun væntanlega verða á fyrri hluta ársins 2023.
 
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

Síðast breytt: 4. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?