Fara í efni

Lóðir við Hólmabrún lausar til úthlutunar

Gatnagerð er nú hafin við Hólmabrún og Þelamörk. Gert er ráð fyrir að lóðir við Hólmabrún verði byggingarhæfar 15. október nk. og að öllum frágangi verði fulllokið 5. júní 2023. Bæjarstjórn samþykkti þann 10. mars sl. að úthluta nú þegar lóðum við Hólmabrún en með því gefst lóðarhöfum nægur tími til að undirbúa framkvæmdir, sem geta hafist um leið og lóðirnar verða byggingarhæfar.

Útdráttur á lóðum mun fara fram á fyrri fundi bæjarráðs í apríl þann 7. apríl nk. og lokar því fyrir umsóknir á sunnudeginum 3. apríl.

Við Hólmabrún eru 18 einbýlishúsalóðir. Gert ráð fyrir einnar hæðar húsum á 10 lóðum og á 8 lóðum er kvöð um 2ja hæða hús, þar sem neðri hæðin er að hluta til niðurgrafin. Heimilað byggingarmagn á lóðunum er á bilinu 244,7m2 - 478,5m2.

Við ákvörðun á byggingarréttarálagi var horft til umhverfisgæða og nýtingarhlutfalls viðkomandi lóða og er álagið eftirfarandi:

  • 40% álag er á lóðum nr. 1-15 (oddatölur)
  • 30% álag er á lóðum nr. 2-16 (sléttar tölur)
  • 60% álag er á lóðum nr. 18 og 20.

Verið er að leggja lokahönd á gerð mæli- og hæðarblaða fyrir lóðirnar, en þau munu birtast á heimasíðu bæjarins á næstu dögum.

Lóðirnar við Hólmabrún, eru staðsettar austast í bænum, skammt frá bökkum náttúruperlunnar Varmá. Útsýni frá þessum lóðum er einstakt og frábært aðgengi er að opnum svæðum og ósnortinni náttúru. Í hverfinu er gert ráð fyrir vönduðum göngu- og hjólastígum með góðu aðgengi að Varmá, nærliggjandi byggð og leikskólanum Undralandi, sem er í næsta nágrenni.


Síðast breytt: 14. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?