Litakort fyrir Blómstrandi daga í Hveragerði 14.-17. ágúst.
08.08
Frétt
Nú er rúm vika í bæjarhátíðina okkar, Blómstrandi daga, sem verður að þessu sinni dagana 14.-17. ágúst. Er þetta afmælishátíð þar sem Blómstrandi dagar eru 30 ára.
Þetta er bæjarhátíðin okkar allra og því mikilvægt að bæjarbúar taki virkan þátt í undirbúningnum og hátíðahöldunum sjálfum með viðburðum, skreytingum og fleiru. Við viljum að sjálfsögðu taka sem allra best á móti gestum sem koma í bæinn.
Hverfalitirnir verða þeir sömu og í fyrra og er uppfært kort hér með færslunni. 













Verkefnastjóri hátíðarinnar er Rakel Magnúsdóttir og hægt að hafa samband við hana í gegnum netfangið rakel@hveragerdi.is
Síðast breytt: 8. ágúst 2025
Getum við bætt efni síðunnar?