Fara í efni

Listasafn Árnesinga fékk úthlutað úr Barnamenningarsjóði

Lilju Alfreðsdóttir,  Katrín Jakobsdóttir, Kristín Scheving safnstjóri og Alda Rose verkefnastjóri f…
Lilju Alfreðsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristín Scheving safnstjóri og Alda Rose verkefnastjóri fræðslu og Kolbrún Halldórsdóttir

Listasafn Árnesinga fékk úthlutað á degi barnsins hæsta styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands 6 milljónir til að halda áfram með að færa safnið og listamenn sem vinna með safninu inn í skólastofur í Árnessýslu. Alls var úthlutað 92 milljónum króna úr sjóðnum til 34 verkefna.

Á myndinni eru Kristín Scheving safnstjóri og Alda Rose verkefnastjóri fræðslu með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Kolbrúnu Halldórsdóttur

Þetta er fjórða úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.


Síðast breytt: 30. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?