Fara í efni

Lengri opnunartími gámasvæðis í sumar

Á fundi bæjarstjórnar 18. júlí samþykkti bæjarstjórn að gámasvæðið verði opið á sunnudögum frá kl. 12-16 það sem eftir er af júlí og í ágúst. Lokað verði þó sunnudaginn um verslunarmannahelgina.

Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að opnunartími gámasvæðis skuli ekki vera lengri en hann er og þá sérstaklega um helgar þegar bæjarbúar eru mikið að vinna í görðum sínum. Því vill bæjarstjórn auka opnun um helgar nú í sumar til reynslu.


Síðast breytt: 21. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?