Leikskólakennarar í Óskalandi Hveragerði
Leikskólinn Óskaland verður 9 deilda leikskóli frá og með hausti 2025 með 140- 160 börn á aldrinum 1.- 5 ára. Auglýst er eftir leikskólakennurum til starfa. Í leikskólanum Óskalandi er leikurinn meginnámsleið barnsins, aðalkennsluleið kennarans og þungamiðja leikskólastarfsins. Börnin fá tækifæri til að leika sér á eigin forsendum, læra á umhverfi sitt, tjá tilfinningar og þróa félagsleg tengsl við önnur börn og kennara. Í öllum leik vinna börn með hugmyndir sínar og öðlast jafnframt nýja þekkingu og færni. Í leik eflist þroski barna, bæði líkamlegur og andlegur.
Einkunnarorð Óskaland eru: Leikur, lífsgleði og lærdómur
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Stytting vinnuvikunnar
Um framtíðarstörf er að ræða.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 25.05.2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Auk þess skulu prófskírteini fylgja með umsókninni. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.
Frekari upplýsingar um starfið veita Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri og Eva Hrönn Jónsdóttir aðstoðar leikskólastjóri á netfangið: oskaland@hveragerdi.is og í síma: 4834139.
Sótt er um starfið á íbúagátt Hveragerðisbæjar undir umsóknum > mannauðsmál > almenn starfsumsókn.