Fara í efni

Stuðningsfjölskylda

Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu sem myndi taka barn/börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þeirra og veita börnum stuðning og tilbreytingu. Um er að ræða 2-4 sólarhringa í mánuði.

Gerð er krafa um hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleika, góðar heimilisaðstæður og hreint sakavottorð.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru samkvæmt verktakasamningi.

Frekari upplýsingar veita Snjólaug Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi snjolaug@hveragerdi.is.


Síðast breytt: 4. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?