Fara í efni

Laus störf

Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir bókaverði í fullt starf

Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir bókaverði í fullt starf. Um fjölbreytt og skapandi framtíðarstarf er að ræða. Óskað er eftir skipulögðum einstaklingi með ríka þjónustulund og tölvukunnáttu. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg. Helstu verkefni eru almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur safnsins, upplýsingaleit, umsýsla safnkosts og vinna við viðburði og safnaheimsóknir.

Laus störf á Óskalandi

Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum leikskólakennurum og eða leiðbeinendum með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í uppeldi og menntun barna í nánu samstarfi við stjórnendur og hafa gott vald á íslenskri tungu. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laust starf í boði við félagslega stoð- og stuðningsþjónustu (liðveisla)

Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.

Stuðningsfjölskylda

Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu sem myndi taka barn/börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þeirra og veita börnum stuðning og tilbreytingu.
Getum við bætt efni síðunnar?