Laus störf í félagslegri stuðningsþjónustu
Hveragerðisbær óskar eftir metnaðarfullu starfsfólki til að sinna félagslegri stuðningsþjónustu á dagvöktum með möguleika á kvöld- og helgarvöktum. Um fjölbreytt starf er að ræða sem felur í sér félagslegan stuðning og aðstoð við almenn heimilisstörf í heimahúsum hjá þjónustunotendum. Áhersla er lögð á góðan starfsanda, gott starfsumhverfi og sveigjanleika í starfi.
Um er að ræða 50-70% sumarstarf sem gæti hentað vel með annarri vinnu eða námi. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára og er skilyrði að viðkomandi sé með ökuréttindi og hafi bíl til umráða.
Starfstímabil er frá og með 1. júlí og til og með 31. september, eða eftir nánara samkomulagi.
Markmið og hlutverk stuðningsþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem mest lífsgæði. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á stuðningsþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar sinnt heimilishaldi eða öðru án aðstoðar. Þjónustan skal taka mið af einstaklingsbundnum þörfum og miða að valdeflingu og hvatningu til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoð við almennt heimilishald og þrif
- Félagslegur stuðningur og hvatning
- Persónuleg og félagsleg aðstoð við athafnir daglegs lífs
Helstu Hæfniskröfur:
- Næmur skilningur og hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum
- Samviskusemi, frumkvæði, áreiðanleiki
- Stundvísi og heiðarleiki
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Hreint sakavottorð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbrún Tanja Eggertsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna aldraðra. Netfang: kolbruntanja@hveragerdi.is, sími 483-4000.
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2024.
Umsóknir berist á ritari@hveragerdi.is