Laus staða bæjarritara Hveragerðisbæjar til umsóknar
Hveragerðisbær óskar eftir að ráða bæjarritara sem hefur þekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslu í fjölbreytt starf bæjarritara. Bæjarritari heyrir undir bæjarstjóra og er hans staðgengill. Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar munu fela í sér að staða bæjarritara mun einnig verða að sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Bæjarritari starfar náið með stjórnendum bæjarins og sinnir fjölbreyttum málaflokkum. Bæjarritari heldur utan um starfsemi bæjarráðs og bæjarstjórnar, ber ábyrgð á skjala- og gæðamálum bæjarins og kemur að innleiðingu stafrænnar stefnu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar
- Túlkun laga og reglugerða á málefnasviðum sveitarfélagsins
- Ábyrgð á skjalavistun og þátttaka í umbótaverkefnum
- Lögfræðileg álit og ráðgjöf um afgreiðslu einstakra mála
- Undirbúningur stjórnsýsluákvarðana og ákvarðana um lögfræðileg málefni
- Ráðgjöf við samningagerð, útboð og aðra skjalagerð bæjarins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í lögfræði eða opinberri stjórnsýslu
- Haldbær starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Þekking á löggjöf á málefnasviðum sveitarfélaga
- Þekking á lögum um skipulags- og umhverfismál er kostur
- Góð samskiptafærni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, framsýni og metnaður
- Góð tölvukunnátta og reynsla af stafrænni þróun
- Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Hveragerðisbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar
Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is