Fara í efni

Karlalið Blakdeildar Hamars bikarmeistarar 2022

Karlalið Blakdeildar Hamars bikarmeistarar 2022
Karlalið Blakdeildar Hamars bikarmeistarar 2022

Karlalið Blakdeildar Ham­ars vörðu um liðna helgi bikar­meist­ara­titil sinn í blaki með 3:0 sigri á KA í úr­slita­leik Kjörís­bik­arkeppninnar í Digra­nesi.

Fyrstu tvær hrin­urn­ar í úrslitunum voru mjög jafn­ar fram­an af en Ham­ar tryggði sér sig­ur með góðum loka­spretti. Í þriðju hrin­unni náði KA fimm stiga for­skoti en Ham­arsmenn gáfust ekki upp og unnu end­ur­komu­sig­ur.

Ham­ar er í topp­sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar og ætla sér að verja meistaratitlana þrjá en liðið fagnaði deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitlunum 2021.

Innilega til hamingju með frábæran árangur.


Síðast breytt: 5. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?