Jólatrésskemmtun í Lystigarðinum
19.11
Frétt
Ljósin verða tendruð á jólatrénu í Lystigarðinum Fossflöt á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 17. 
Barnakór kirkjunnar syngur, ávarp flutt og jólasveinarnir kíkja í heimsókn úr Reykjafjalli.
Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í portinu við Skyrgerðina frá kl. 16 til upphitunar fyrir fjörið í Lystigarðinum. Gestir mega gjarnan taka með sér bolla undir kakóið.
Hefjum aðventuna saman í Lystigarðinum.
Síðast breytt: 19. nóvember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?