Fara í efni

Íþróttamenn Hveragerðisbæjar - tilnefningar óskast

Anna Guðrún Halldórsdóttir íþróttamaður ársins 2020
Anna Guðrún Halldórsdóttir íþróttamaður ársins 2020

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd mun heiðra íþróttamenn í Hveragerðisbæ á milli jóla og nýárs eins og undanfarin ár. Óskað hefur verið eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins 2021, karli og/eða konu, frá  deildum og félögum Íþróttafélagsins Hamars. Einnig munu sérstaklega verða heiðraðir þeir íþróttamenn sem hafa unnið Íslandsmeistaratitil eða verið í landsliðum á árinu.

Menningar- og frístundafulltrúi hefur óskað eftir því að upplýsingar um Íslandsmeistara, landsliðsfólk og tilnefningar til íþróttamanns ársins ásamt greinargerð berist fyrir 27. nóvember nk.    Aldrei er að vita nema að íbúar í Hveragerði lumi á upplýsingum um íþróttamenn utan Hamars og því eru viðkomandi hvattir til að hafa samband.  Netfang:  jmh@hveragerdi.is

Kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2020 verður lýst í Listasafni Árnesinga þann 27. desember kl. 16:30.  Minnt er á að athöfnin er öllum opin og gaman væri því að sjá sem flesta samankomna til að fagna með okkar glæsilega íþróttafólki. 

 

 

 


Síðast breytt: 27. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?