Íþróttafólk heiðrað - myndaalbúm
Afreksfólk Hveragerðisbæjar í íþróttum var heiðrað við hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga í gær þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins 2025. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd tekur við tilnefningum og velur Íþróttamann Hveragerðisbæjar ár hvert. Við sama tækifæri eru veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á liðnu ári með stórum titlum eða þátttöku í landsliði.
Athöfnin hófst með hressilegum hætti þegar Karlakór Hveragerðis hóf upp raust sína og söng fyrir gesti. Þá flutti Marta Rut Ólafsdóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, ávarp og í kjölfarið veitti nefndin viðurkenningar til eftirfarandi afreksíþróttamanna:
Ása Lind Wolfram
Viðurkenning fyrir þátttöku í U20 landsliði Íslands í körfuknattleik
Eric Máni Guðmundsson
Viðurkenning fyrir Íslandsmeistaratitil (MX2) og þátttöku í landsliði Íslands í motocrossi
Hafsteinn Valdimarsson
Viðurkenning fyrir þátttöku í A-landsliði Íslands í blaki
Kristján Valdimarsson
Viðurkenning fyrir þátttöku í A-landsliði Íslands í blaki
Hrund Guðmundsdóttir
Viðurkenning fyrir Íslandsmeistaratitil í badminton
Þórhallur Einisson
Viðurkenning fyrir Íslandsmeistaratitil í badminton
Hulda María Hilmisdóttir
Viðurkenning fyrir Íslandsmeistaratitil í badminton
Brynjar Óðinn Atlason
Viðurkenning fyrir þátttöku í landsliði U17 í knattspyrnu
Markús Andri Martin
Viðurkenning fyrir þátttöku í landsliði U16 og U17 í knattspyrnu
Anna Guðrún Halldórsdóttir
Viðurkenning fyrir Evrópumeistaratitil í ólympískum lyftingum
Hveragerðisbær óskar þessu flotta íþróttafólki hjartanlega til hamingju með sín afrek.
Eftirfarandi hlutu tilnefningar til Íþróttamanns Hveragerðis 2025:
Úlfur Þórhallsson, badminton
Hafsteinn Valdimarsson, blak
Brynjar Óðinn Atlason, knattspyrna
Atli Þór Jónasson, knattspyrna
Ása Lind Wolfram, körfuknattleikur
Anna Guðrún Halldórsdóttir, lyftingar
Eric Máni Guðmundsson, motocross
Guðbjörg Valdimarsdóttir, crossfit
Ása Lind Wolfram hlaut titilinn Íþróttamaður Hveragerðis 2025 og óskar Hveragerðisbær henni innilega til hamingju.