Fara í efni

Íþrótta og ævintýranámskeið sumarið 2020

Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær.

Verkefnastjóri: Valgerður Rut Jakobsdóttir

Aldur: fyrir börn á aldrinum 5 - 11 ára (fædd 2009-2014).

Aldursskipting: 5 og 6 ára / 7 - 11 ára, hluti af námskeiðinu er sameiginlega með báðum hópum.

Áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, listgreinar og fróðleik.

Á dagskrá eru m.a. óhefðbundnir íþróttaleikir, ratleikur, útieldun, lautarferð, leiklistaræfingar, gönguferðir, listanámskeið, heimsóknir í söfn og fyrirtæki.

Verð: 15.000 kr. frá kl. 8:00–17:00, með hádegismat
7500 kr. ½ daginn (frá kl. 9:00–12:00, með morgunmat eða 13:00–16:00, með síðdegishressingu).

Systkinaafsláttur: 2. barn 50%, 3. barn 75%.

Tímabil:
Námskeið 1: 2. - 12. júní (9 dagar)
Námskeið 2: 15. - 26. júní (9 dagar)
Námskeið 3: 29. júní - 10. júlí (10 dagar)
Námskeið 4: 13. - 24. júlí (10 dagar)
Námskeið 5: 27. – 7. ágúst (8 dagar)

Fullt fæði er innifalið í námskeiðsgjaldinu þar sem áhersla er lögð á hollt, næringarríkt og fjölbreytt fæði. Hafragrautur í morgunmat, heitur matur í hádegi og síðdegishressing (brauð, álegg og ávextir).

Námskeiðin munu hafa aðsetur í Bungubrekku.

Skráning og upplýsingar: Móttaka Hveragerðisbæjar 483 4000, mottaka@hveragerdi.is

Taka þarf fram:
Nafn og kennitala barns:
Nafn og kennitala foreldris:
Sími:
Heill dagur eða hálfur (fyrir eða eftir hádegi)

Athugið að yngstu börnin (fædd 2014) greiða ekki þátttökugjald á ævintýranámskeiðinu.


Síðast breytt: 30. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?