Fara í efni

Íslandsmeistarabikarinn áfram í Hveragerði

Myndir: Guðmundur Erlingsson
Myndir: Guðmundur Erlingsson

Það var mikil stemning og met fjöldi áhorfenda þegar karlalið Hamars tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki, annað árið í röð, með 3-0 sigri á HK í þriðja leik liðanna um titilinn. Hamar vann einvígið 3-0 í hörku spennandi viðureignum en tvær fyrstu hrinurnar fóru 25-20 og þriðja hrinan 25-21.

Árangur liðsins hefur verið alveg magnaður frá því Hamar mætti til leiks í úrvalsdeildinni haustið 2020 en þeir eru tvöfaldir deildarmeistarar, tvöfaldir Kjörísbikarmeistarar, Meistarar meistaranna og nú tvöfaldir Íslandsmeistarar.

Við óskum Hamarsmönnum innilega til hamingju með árangurinn.


Síðast breytt: 3. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?