Fara í efni

Íbúafundur um nýtt flokkunarkerfi úrgangs

Á miðvikudaginn 4. október næstkomandi verður haldinn íbúafundur um nýtt flokkunarkerfi úrgangs. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk kl. 20:00. 

Fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu verða á staðnum og kynna fyrir íbúum nýja flokkunarkerfið og taka á móti fyrirspurnum.

Fundinum erður streymt á netinu og verður slóðin auglýst síðar.

Vert er að taka fram að ný tunna mun berast í hús fyrir næstu sorplosun í vikunni 16. - 20. október. Á sama tíma verða eldri tunnur við heimilin merktar samkæmt nýja flokkunarkerfinu.
Opnað verður fyrir umsóknir um annað tunnufyrirkomulag 1. nóvember.


Síðast breytt: 5. október 2023
Getum við bætt efni síðunnar?