Fara í efni

Hveragerði 80 ára

Hvergerðingar fagna á næsta ári 80 ára afmæli sveitarfélagsins, þann 29. apríl 2026. Afmælisnefnd hefur verið að störfum undanfarna mánuði og býður nú fyrirækjum, einstaklingum og félagasamtökum í Hveragerði að leggja sitt af mörkum til að fagna afmælisárinu með hvers kyns viðburðum og uppákomum.

Í janúar verður gefin verður út dagskrá fyrir árið og mun hún ná yfir alla helstu viðburði afmælisársins. Upplýsingar um viðburði eða aðra þátttöku í afmælisárinu þurfa því að berast í síðasta lagi 15. janúar 2026.

Vinsamlegast sendið inn tillögur til menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa á netfangið sigridurhj@hveragerdi.is.


Síðast breytt: 9. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?