Fara í efni

Hvatning: Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021.

Vakin er athygli á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum sem hægt er að sækja um fyrir börn á tekjulægri heimilum. Markmiðið með styrkjunum er að jafna tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi og eru styrkirnir óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.  Er styrkur þessi liður í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19. 

Þú getur sótt um íþrótta- og tómstundastyrk ef:

  • Þú átt lögheimili í Hveragerði.
  • Þú deilir lögheimili með börnum sem eru fædd á árunum 2005–2014 og ert með þau á þínu framfæri.
  • Heildartekjur heimilisins eru lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020.
  • Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021.

Hér má sjá myndbönd vegna styrksins, sem útbúin hafa verið á fjölda tungumála:

https://www.youtube.com/channel/UC-Kaj_-DYRuKbbs_PKS2CqQ

Reglur Hveragerðisbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja

https://www.hveragerdi.is/static/files/Frettir-gogn/2020/reglur-hveragerdisbaejar-um-uthlutun-serstakra-fristundastyrkja.pdf

Áður en sótt er um styrk skal umsækjandi senda beiðni um mat á tekjum í rafræna gátt hjá www.island.is á eftirfarandi vefslóð:

Íslenska: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

Enska / pólska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities

 


Síðast breytt: 2. mars 2021
Getum við bætt efni síðunnar?