Fara í efni

Hreinsum bæinn - gerum fínt!

Nú er vorið loksins komið eftir vægast sagt erfiðan vetur. Að því tilefni verður efnt til hreinsunarviku hér í bænum dagana 11. til 16. maí. Við tökum smá forskot á sæluna og höldum plokkdag sunnudaginn 10 maí milli 10 og 12 en jafnframt verður opið á gámasvæðinu. Einstaklingar þurfa ekki að greiða fyrir að losa sig við rusl á gámasvæðinu meðan hreinsunarvikan stendur.

Við hvetjum bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri og gera hreint fyrir sínum dyrum og jafnvel aðeins víðar en það. Sérstaklega ætti að huga að hlutum eins og bílhræjum og öðru slíku sem víða er til mikillar óprýði hér í bænum. Tekið er við bílhræjum á gámasvæðinu og gefin út förgunarvottorð. Það er jafnvel hægt að fá aðstoð við að sækja bílhræ með því að hafa samband við bæjarskrifstofu.

Girðingar á lóðarmörkum eru víða farnar að láta á sjá og væri afar vel til fundið að koma þeim í gott lag fyrir sumarið en víða er jafnvel hægt að fjarlægja girðingarnar enda orðið lítið um ágang húsdýra hér í bæ. Falleg limgerði eru oft langt um betri kostur.

Gróður á lóðarmörkum er víða farinn að tegja sig verulega yfir í almenningsrímið en það er ekki bara til ama heldur getur það skapað hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig heafa trjágreinar sem ná út á göngustíga og götur valdið talsverðu tjóni á snjóruðningstækjum.

Samkvæmt byggingareglugerð nr. 112/2012 gr 7.2.2 hafa garðeigendur þá skyldu að halda gróðri innan lóðamarka. Ef því verður ekki sinnt má búast við að trjágróðurinn verði klipptur að lóðamörkum á kostnað lóðarhafa.

Höskuldur Þorbjarnarson,
umhverfisfulltrúi

 


Síðast breytt: 11. maí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?