Fara í efni

Hengill Ultra Trail - frábærlega vel heppnað

Ræst í 50 km hlaupið
Ræst í 50 km hlaupið

Hengill Ultra Trail lengsta utanvega hlaup á Íslandi fór fram um helgina í Hveragerði. Hlaupið tókst frábærlega í alla staði, skipulagning og umgjörð voru til fyrirmyndar og fengu hlauparar frábært veður. Reyndar var helst kvartað yfir því að sólin skini of skært. Í ár voru skráðir til leiks um 600 hlauparar, hægt var að taka þátt í sex mismundandi keppnisleiðum, 100 kílómetra, 50, 25, 10 og svo 5 kílómetra en síðan var hægt að hlaupa 4 sinnum 25 kílómetra boðhlaup og var það nýjung í mótinu í ár. 25 kílómetra braut Hengils Ultra fer gegnum Reykjadalinn, þá fallegu náttúrperlu og upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Fyrstu hlauparar voru ræstir út um kl.22:00 á föstudagskvöldinu og var hlaupið fram eftir laugardeginum. Síðust hlauparar komu í mark undir kvöld á laugardeginum þreyttir en ánægðir eftir afar ánægjulegan dag.

Frábærlega vel heppnuð helgi þar sem bærinn iðaði af mannlífi frá morgni til kvölds. Nú þegar eru keppendur hvattir til að taka frá fyrstu helgina í júní árið 2021 en þá fer Hengill Ultra Trail fram að nýju.

Myndir: Aldís Hafsteinsdóttir og Hengill Ultra FB

 


Síðast breytt: 9. júní 2020
Getum við bætt efni síðunnar?