Fara í efni

Hengill Ultra í Hveragerði

Hveragerðisbær er samstarfsaðili mótaraðarinnar Víkingar sem fer fram í sumar en fyrsta mótið í röðinni, Salomon Trail Hengill Ultra fer fram dagana 5. til 6. júní næst komandi í Hveragerði. Uppselt er í hlaupið en keppendur í ár verða 600 talsins sem ræstir eru í fimm mismundandi vegalengdir.  Þeir sem hlaupa 100 km er ræstir kl. 22 föstudagskvöldið 5. júní, þeir sem hlaupa 25 km kl. 13:00 laugardaginn 6. júní og þann sama dag eru 5 og 10 km hlauparar ræstir kl. 14:00.   Ræsing fer fram í Skólamörk. 

Hlaupið er hluti af ITRA samstökum utanvega hlauparar og móta í heiminum og tryggir það þáttkendum í lengri vegalengdum stig til þátttöku í erlendum mótum. Allir bestu utanvega hlauparar landsins eru skráðir til leiks enda er þetta fyrsta stórmót sumarsins.

Góð umgjörð er um hlaupara og áhugasama áhorfendur sem allir geta notið helgarinnar og þeirrar fjölbreyttu þjónustu sem er í boði í blómabænum

Við hlökkum til að sjá ykkur í Hveragerði í Hengil Ultra.


Síðast breytt: 27. maí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?