Heimsókn í Garðyrkjuskólann 13. apríl 2023
			
					02.06			
			
					
							
					Frétt				
					
		Nemendur í Asparkoti í leikskólanum Óskalandi fara reglulega í gönguferðir í nærumhverfi bæjarins. Árlega er farið í heimsókn í gróðurhúsið í Garðyrkjuskólanum og var í ár engin breyting á.
Í gróðurhúsinu er alltaf margt skemmtilegt að sjá, og eru bananar, appelsínur og eðlan alltaf mjög vinsæl. Á leiðinni heim var labbað yfir Varmá og Reykjafoss skoðaður.
Síðast breytt:  2. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?