Fara í efni

Heilsuefling 60+

Mynd: Birgir Helgason
Mynd: Birgir Helgason

Heilsurækt eldri íbúa er komin í sumarfrí eftir frábæran vetur. Hópurinn hefur stundað hreyfingu tvisvar í viku undir stjórn Berglindar Elíasdóttur íþrótta- og heilsufræðings. Í síðasta tímanum var gengið í gegnum Lystigarðinn og upp hjá Varmá í átt að Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Þar tók Guðríður Helgadóttir á móti hópnum og sagði þeim frá sögu Garðyrkjuskólans og helstu starfseminni þar sem var afar fróðlegt og skemmtilegt. Stefnt er að því að hefja heilsurækt að nýju með haustinu.

Myndir: Birgir Helgason

Síðast breytt: 24. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?