Haustnámskeið Fræðslunetsins - skráning hafin
Núna er opið fyrir skráningar á haustnámskeið Fræðslunetsins á Selfossi. Opið verður fyrir skráningar til 30. maí.
Ég hvet ég ykkur til að skrá ykkur sem allra fyrst því vinsælustu námskeiðin (t.d. matreiðslu) geta verið fljót að fyllast.
Hér er linkur inn á vef Fræðslunetsins þar sem allar upplýsingar eru að finna um námskeiðin og skráningar.
Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðin getið þið heyrt í henni Lilju Össurardóttur, þroskaþjálfa og verkefnastjóra hjá Fræðslunetinu í síma 560-2030 eða liljaoss@fraedslunet.is
Við viljum einnig vekja athygli á að í haust verður einnig í boði nám tengt atvinnuleit í haust í samvinnu með Vinnumálastofnun.
Þeir sem eru mögulegir þátttakendur í því námi eru einstaklingar sem skráðir eru hjá Atvinnu með stuðningi og eru í atvinnuleit.
Ef þið eruð kandidatar í slíkt nám og eruð ekki skráð í AMS hjá Vinnumálastofnun þá þarf að skrá sig sem fyrst hjá umsjónaraðila Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun Suðurlands - hér er hlekkur til þess.
Velferðarsvið Hveragerðisbæjar