Fara í efni

Hamar bikarmeistari karla í blaki

Mynd tekin af ruv.is.
Mynd tekin af ruv.is.

Um helgina varð karlalið Hamars í blaki bikarmeistari en bikarhelgi í blakinu fór fram í Digranesi. Á föstudaginn unnu Hamarsmenn íslandsmeistarana í KA í undanúrslitum og mætti Þrótti/Fjarðabyggð, sem vann Stálúlf í hinum undanúrslitaleiknum. 

Í úrslitaleiknum vann Hamar allar þrjár hrinurnar og eru þar með bikarmeistarar í blaki og óskar Hveragerðisbær liðinu og þeim sem standa að því, innilega til hamingju með glæstan árangur. 


Síðast breytt: 19. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?