Fara í efni

Hækkun á gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara og stuðningsþjónustu

Gjaldskrá akstursþjónustu fyrir eldri borgara hjá Hveragerðisbæ tekur breytingum frá og með 1. febrúar 2024. Gjald á ferðum innan Hveragerðis verður 600kr.- og 1200 kr.- á Selfoss. 

Gjaldskrá stuðningsþjónustu Hveragerðisbæjar tekur breytingum í samræmi við vísitöluhækkanir síðustu fjögurra ára. Gjaldskráin hækkar því um 18.5% frá og með reikningum vegna janúar mánaðar 2024.

Tekjumörk einstaklings á ári:
Allt að 4.860.000 .................0 kr. gjald á klst. 
4.860.001 - 5.674.000..........711 kr. gjald á klst.
5.674.001 - 6.480.000..........1.007 kr. gjald á klst.

Tekjumörk hjóna á ári:
Allt að 7.311.000.................0 kr. gjald á klst.
7.311.001 - 8.412.000.........711 kr. gjald á klst.
8.412.001 - 9.525.000.........1.007 kr. gjald á klst. 


Síðast breytt: 13. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?