Guðbjörg Íslandsmeistari í Crossfit 2022
			
					05.04			
			
					
							
					Frétt				
					
		Guðbjörg Valdimarsdóttir varð Íslandsmeistari í Crossfit í opnum flokki kvenna um liðna helgi. Crossfit Reykjavík hélt Íslandsmótið að þessu sinni. 
Keppnin var mjög jöfn í kvennaflokknum í ár. Eftir annan keppnisdaginn deildi Guðbjörg fyrsta sætinu með Jóhönnu Júlíu Júlíusdóttur. Á lokadeginum var keppt í tveimur greinum og sýndi Guðbjörg mikla yfirburði í fyrri grein dagsins sem var lyftingaæfing (clean/frívending). Hún bætti sinn persónulega árangur í lyftunni, 106 kg, sem gaf henni gott forskot fyrir lokagreinina.
Innilega til hamingju með frábæran árangur.
Síðast breytt:  5. apríl 2022
Getum við bætt efni síðunnar?