Fara í efni

Gleðilegt sumar !

Myndin sýnir blómstrandi eplatré í Hveragerði.
Myndin sýnir blómstrandi eplatré í Hveragerði.

Fyrir hönd bæjarstjórnar og starfsmanna Hveragerðisbæjar sendi ég ykkur bestu óskir um gleðilegt sumar um leið og við þökkum veturinn sem nú er liðinn.  Megi komandi mánuðir bera með sér birtu og yl, sól og gleði, þrátt fyrir sérkennilega tíma.  Við gerum gott úr þessu öllu saman og njótum þess að vera saman með fjölbreyttum hætti.   Hér er tengill á skemmtilega tónleika sem haldnir voru í streymi að kvöldi síðasta vetrardags.  Fjöldi hæfileikaríkra heimamanna lagði þar hönd á plóg til að gleðja þá sem horfðu.  Mjög skemmtilegt.  Svo geta fleiri notið með því að horfa hér. 

Sjáumst í bílabíó við Hótel Örk á morgun, sumardaginn fyrsta. 

Bestu kveðjur 

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar 

 


Síðast breytt: 22. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?