Frístundastyrkur hækkaði um áramót
			
					20.01			
			
					
							
					Frétt				
					
		Frístundastyrkur í Hveragerði hækkaði um áramótin úr 26.000.kr í 32.000.kr. Frístundastyrkurinn er fyrir börn á aldrinum 0 - 18 ára sem hafa lögheimili í Hveragerði og er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá félögum innan Hveragerðisbæjar sem og í öðrum sveitarfélögum. Styrknum er úthlutað í gegnum Sportabler.
Markmið styrksins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi.
Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna hér
Síðast breytt: 20. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?