Frístundaleiðbeinandi óskast í tímabundið starf í Bungubrekku
23.01
Frétt
Laus störf
Hveragerðisbær – Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Starfshlutfall: 100%
Ráðning: Tímabundin (vegna fæðingarorlofs)
Um starfið
Frístundamiðstöðin Bungubrekka leitar að frístundaleiðbeinanda sem brennur fyrir starfi með börnum og ungmennum. Starfið felst í að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í öruggu umhverfi þar sem frjáls leikur, val og virk þátttaka eru í fyrirrúmi.
Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni barna og ungmenna og tryggja öllum jafna aðkomu að starfi án aðgreiningar.
Helstu verkefni
- Þátttaka í öllu starfi Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku
- Skipulagsvinna og undirbúningur fyrir hádegi
- Undirbúningur, framkvæmd og frágangur frístundastarfs
- Starf í félagsmiðstöð ákveðin kvöld
- Leiðbeina börnum og tryggja virka þátttöku þeirra með styrkleika hvers og eins að leiðarljósi
- Hvetja til leiks, sköpunar og hreyfingar
- Stuðla að jákvæðu, öruggu og uppbyggilegu félagsumhverfi
- Veita stuðning í samskiptum, úrlausn ágreiningsmála og tilfinningalegri úrvinnslu
- Stíga inn í fjölbreytt hlutverk eftir þörfum, svo sem að stýra smiðjum eða fylgja eftir viðveru og mætingu
- Skipuleggja smærri viðburði, smiðjur og klúbba í samráði við yfirmann
- Þátttaka í sumarnámskeiðum yfir sumartímann
Hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi er nauðsynleg
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni
- Jákvætt, lausnamiðað og faglegt hugarfar
- Sveigjanleiki og hjálpsemi
- Þolinmæði og umhyggja í starfi með börnum
- Hæfni til að lesa í aðstæður og skapa traust
- Virðing fyrir einstaklingum, skoðunum og upplifun þeirra
- Tæknilæsi eða vilji til að nýta tækni í starfi
- Hreint sakavottorð skilyrði
Sótt er um starfið á íbúagátt Hveragerðisbæjar > undir mannauðsmál > Starfsumsókn - frístundamiðstöðin Bungubrekka
Nánari upplýsingar um starfið veitir Liljar Mar Pétursson forstöðumaður - netfang liljar@hvg.is
Síðast breytt: 23. janúar 2026
Getum við bætt efni síðunnar?